Olíufélögin hafa almennt lækkað verð á eldsneyti í gær og í dag. Algengt verð á bensínlítranum er nú 143,40 krónur og 154,60 krónur dísillítrinn.
Á höfuðborgarsvæðinu er bensínið ódýrast hjá Orkunni Hafnarfirði en þar kostar lítrinn 136,20 krónur. Lítrinn af dísil er hins vegar ódýrastur hjá Orkunni Miklubraut, 147,50 krónur, samkvæmt upplýsingum á gsmbensin.is.
Hér er hægt að bera saman verð á eldsneyti á milli stöðva