Fáfnismenn fagna í Hafnarfirði

Fyrir utan félagsheimili Fáfnis í Hafnarfirði í kvöld
Fyrir utan félagsheimili Fáfnis í Hafnarfirði í kvöld mbl.is/jakobfannar

Allt hefur verið með kyrrum kjörum í innflutningsboði vélhjólasamtakanna Fáfnir í Hafnarfirðinum í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík. Alls var átján meðlimum Vítisengla stöðvaðir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga en þeir ætluðu að taka þátt í veislu Fáfnis í Hafnarfirði í kvöld. Eru Vítisenglarnir allir farnir úr landi og gekk umverð vel um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag.

Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, ákvað að frá 5. mars til og með 7. mars yrði landamæraeftirlit hert á Keflavíkurflugvelli vegna veislu Fáfnismanna í kvöld. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert