Hættu við gæslu vegna kreppunnar

Spænski herinn hefur tilkynnt að hann muni ekki sinna loftrýmiseftirliti hér við land í sumarbyrjun líkt og samið hafði verið um. Ástæðan er sú að Spánverjar treystu sér ekki, í ljósi efnahagsþrenginganna, til að axla þann kostnað sem af eftirlitinu hlýst, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir að málið sé nú í höndum hermálastjórnar Atlantshafsbandalagsins og verið sé að vinna að því að fá aðra aðildarþjóð til að hlaupa í skarðið fyrir Spánverja. Væntanlega verði tilkynnt um miðjan mánuðinn hvaða þjóð það verður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert