Konur sýndu þjóðbúninga frá sínu landi

Margar konur mættu í þjóðbúningum heimalanda sinna í Þjóðminjasafnið í …
Margar konur mættu í þjóðbúningum heimalanda sinna í Þjóðminjasafnið í dag. Mbl.is / Kristinn Ingvarsson

Mikið var af fallegum þjóðbúningum til sýnis í Þjóðminjasafninu í dag. Sýningin var óhefðbundin að því leyti að það voru safngestir sjálfir sem komu íklæddir búningunum og sýndu þá.

Fólk af erlendum uppruna var sérstaklega hvatt til að mæta í sínum þjóðbúningum í safnið, og eins og sjá má af meðfylgjandi mynd kenndi þar margra grasa. Þetta var hluti af þjóðbúningadegi á safninu, en Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Þjóðdansafélag Reykjavíkur, Þjóðbúningaráð og Þjóðbúningastofa stóðu að deginum og kynntu starfsemi sína þar.

Einnig var á staðnum maður, Karl Aspelund að nafni, sem vinnur að doktorsverkefni við háskólann í Boston í Bandaríkjunum, þar sem hann fjallar um það hvernig nútímakonan notar þjóðbúninginn. Hann átti þar stutt spjall við flestar konurnar sem mættu í sínum þjóðbúningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert