Neysla dregst saman í kreppunni

Skyrturnar fara sjaldnar í hreinsun nú en áður
Skyrturnar fara sjaldnar í hreinsun nú en áður mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tæplega 92 prósentum fleiri lögðu inn bílnúmer sín á tímabilinu 1. október 2008 til 4. mars í ár en á sama tíma árið á undan. Greinilegur samdráttur er í hreinsun á jakkafötum og skyrtum eftir bankahrunið í haust og verr gengur en áður að selja hreinræktaða hunda. Þetta kemur fram í ítarlegri samantekt á því hvað hafi breyst í kreppunni í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Aukning í sölu á lyftidufti og öðrum bökunarvörum frá Kötlu er í kringum 30% á fyrstu tveimur mánuðunum í ár miðað við sömu mánuði í fyrra.

Þetta eru nokkur dæmi um hvernig neyslumynstur landans hefur breyst á undanförnum mánuðum, eftir að „kreppan“ svokallaða skall á. Mönnum ber þó saman um að heldur virðist ástandið vera að jafna sig á ný.

Þannig var „aðeins“ um 30% aukning í sölu á Wella-hárlit í smásölu í febrúar í ár miðað við sama tíma í fyrra, eftir að hafa rokið upp í 66% aukningu í nóvember síðastliðnum, miðað við sama mánuð árið 2007. Og þótt Kristinn Guðjónsson hjá Efnalauginni Björgu hafi snöggtum minna að gera við að hreinsa skyrtur og jakkaföt bankamanna eftir hrunið hefur heldur glæðst hjá honum vegna árshátíðarundirbúnings landans. „Það er jákvætt að árshátíðirnar eru að færast til Íslands í stað þess að þær séu haldnar erlendis,“ segir hann.

„Það þýðir að fólk hreinsar fötin sín hérna heima, bæði fyrir og eftir árshátíðina. Svo leigjum við líka út dúka og servíettur til veislusala og veitingahúsa. Það kemur að einhverju leyti á móti.“

Fólk virðist láta lita hárið sjaldnar nú en í fyrra.
Fólk virðist láta lita hárið sjaldnar nú en í fyrra. Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka