Umferð eykst á þjóðvegum

Um­ferð á þjóðveg­um lands­ins var held­ur meiri í janú­ar og fe­brú­ar 2009 en hún var í sömu mánuðum árið 2008. Mjög dró úr um­ferð seinni hluta árs í fyrra.

Á land­inu jókst um­ferðin um 3,5% í fe­brú­ar miðað við sama mánuð í fyrra. Vega­gerðin miðar við 16 taln­ingastaði á hring­veg­in­um og því er ekki um að ræða um­ferð á höfuðborg­ar­svæðinu.

Um­ferð á Suður­landi jókst um 9,2%, á Vest­ur­landi um 2,6% og 1,3% í ná­grenni við Reykja­vík. 9,1% sam­drátt­ur um­ferðar var á Aust­ur­landi og 2% sam­drátt­ur á Norður­landi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert