Joly: Leita þarf til erlendra sérfræðinga

Eva Joly
Eva Joly

Fyrr­um rann­sókn­ar­dóm­ar­inn Eva Joly seg­ir að nauðsyn­legt sé að þeir sem komi að rann­sókn­inni á því hvað olli banka­hrun­inu séu sérþjálfaðir. Ekki nægi að Íslend­ing­ar komi að rann­sókn­inni held­ur verði að leita til er­lendra sér­fræðinga sem hafi reynslu af rann­sókn­um sem þessu. Joly var gest­ur Eg­ils Helga­son­ar í Silfri Eg­ils í dag.

Hún seg­ir að taka verði  al­var­lega á hlut­un­um og kanna þurfi hvort auðmenn­irn­ir séu með pen­inga falda í skatta­skjól­um og leyni­reikn­ing­in­um. Meðal skatta­skjóla sem Joly nefndi í viðtal­inu eru Kýp­ur en ein­hverj­ir ís­lensk­ir auðmenn eiga fé­lög skráð þar. Joly seg­ir ekki nóg að yf­ir­heyra meinta glæpa­menn held­ur þurfi að beita hús­leit­ar­heim­ild­um. Því menn eigi auðvelt með að segja nei í yf­ir­heyrsl­um. Skoða þurfi árs­reikn­inga ofl. ofan í kjöl­inn til þess að finna út hvort brot hafi verið fram­in. Hún tel­ur að ekki dugi minna en 20-30 sér­fræðinga til þess að koma að rann­sókn­inni og að ekki sé orðið of seint að rann­saka málið þrátt fyr­ir að sex mánuðir séu liðnir frá hrun­inu.

Hún seg­ir mik­il­vægt að fjöl­miðlar búi við frelsi og seg­ir að það verði að gæta þess að upp­lýsa þjóðina um rann­sókn­ina. Fólk verði að fá upp­lýs­ing­ar.  Hún seg­ir það áfall að þrátt fyr­ir að ís­lensku bank­arn­ir hafi vitað hver staðan var þá hafi þeir hvatt fólk til þess að leggja fjár­muni sína inn í bank­ana. Joly seg­ir að það megi ekki láta þá, ef þeir eru sek­ir, kom­ast upp með glæpi sína. 

Joly seg­ist vera reiðubú­in til þess að aðstoða Íslend­inga við rann­sókn­ina. Hún geti ekki sjálf komið að rann­sókn­inni í fullu starfi en hún geti bent á hæfa og þjálfaða rann­sak­end­ur auk þess að veita sjálf ráðgjöf.  

 Á vef Eg­ils Helga­son­ar kem­ur fram að Eva Joly er einn þekkt­asti sér­fræðing­ur í efna­hags­brot­um í heim­in­um og er dáð fyr­ir fram­göngu sína í hinu fræga Elf-hneyksli í Frakklandi.

Eva Joly er fædd í Nor­egi 1943 (Eva Gro Far­seth) en flutt­ist 18 ára göm­ul til Par­ís­ar þar sem hún gift­ist syni fjöl­skyld­unn­ar sem hún var ráðin til sem au pair. Eva lærði lög­fræði í kvöld­skóla og sér­hæfði sig í fjár­mála­lög­fræði.

Frá ár­inu 1994 gegndi Eva Joly starfi yf­ir­rann­sókn­ar­dóm­ara í Par­ís, Juge d’­Instructi­on en þetta embætti nýt­ur sér­stakr­ar vernd­ar sam­kvæmt frönsk­um lög­um. Juge d’­Instructi­on í Frakklandi hef­ur ótak­markað vald til at­hafna í rann­sókn­ar­mál­um og nýt­ur full­kom­ins sjálf­stæðis, þannig að jafn­vel for­seti lýðveld­is­ins hef­ur ekki vald til þess að reka slík­an dóm­ara úr embætti. Eina ráð vald­haf­anna gagn­vart dóm­ara sem menn vilja „losna við” er að fá viðkom­andi enn æðra embætti – freist­ing sem Joly stóðst.

Sem rann­sókn­ar­dóm­ari var Eva lyk­ilmaður í að rekja eitt stærsta spill­ing­ar­mál sem upp hef­ur komið í Frakklandi, þar sem olíu­fé­lagið Elf Aquitaine var grunað um mis­ferli. Þetta mál, sem breska blaðið Guar­di­an sagði vera um­fangs­mestu spill­ingarr­an­sókn í Evr­ópu eft­ir stríð, leiddi til dóma yfir fjölda hátt­settra embætt­is- og stjórn­mála­manna. Þræðir þessa máls lágu víða, m.a. til Þýska­lands þar sem nafn Helmut Kohl tengd­ist vafa­söm­um viðskipt­um og meint­um mútu­greiðslum.  Áður en yfir lauk, höfðu 30 manns hlotið dóm fyr­ir að hafa með glæp­sam­leg­um hætti komið und­an um 450 millj­ón evr­um.

Árið 2005 var Eva Joly ráðinn í nýtt embætti inn­an NORAD (Norska þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­in), til þess að vinna gengn spill­ingu í þró­un­ar­starfi Norðmanna, þar sem hún starfar í dag,  en þá hafði hún verið sér­fræðing­ur norska dóms­málaráðuneyt­is­ins í bar­átt­unni gegn pen­ingaþvætti og spill­ingu frá ár­inu 2002.

Bók Joly, Justice Und­er Sie­ge, sem fjall­ar um rann­sókn­ina á Elf olíu­fé­lag­inu kom út á ensku árið 2006 hjá Cit­izen Press í London. Cit­izen Press, sem rekið er af Sig­urði Gísla Pálma­syni og Birni Jónas­syni bóka­út­gef­anda, hef­ur látið prenta upp­lag af bók­inni í til­efni af komu Joly til Íslands og verður hún fá­an­leg í öll­um bóka­búðum.

Franski kvik­mynda­leik­stjór­inn Clau­de Chabrol gerði kvik­mynd (2006) eft­ir bók Joly. Í kvik­mynd­inni, L’Ivr­esse du pou­vi­or (Come­dy of Power) er  Isa­bella Hupp­ert í hlut­verki Joly. Mynd­in er á skrá hjá Aðal­víd­eó­leig­unni á Klapp­ar­stíg.

Fyr­ir nokkr­um vik­um kom út bók­in „Reco­ver­ing Stolen As­sets” með for­mála eft­ir Joly en höf­und­ur bók­ar­inn­ar er Mark Pieth, pró­fess­or við há­skól­ann í Basel í Sviss, að því er seg­ir á vef Eg­ils Helga­son­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert