Aðalfundur svæðisfélags Vinstri grænna á Vestfjörðum, haldinn 5. mars 2009, telur það forgangsverkefni fyrir samfélagið á Vestfjörðum að brugðist sé við vaxandi atvinnuleysi á svæðinu. Þetta kemur fram í tályktun fundarins.
„Skipulagðar aðgerðir verða að stuðla að uppbyggingu bæði til skemmri og lengri tíma. Mikilvægt er að þjónusta við atvinnulausa verði bætt og að fólk sem missir vinnuna geti haldið áfram að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Mikilvægt er fyrir uppbyggingu atvinnulífsins til lengri tíma litið að grunnatvinnuvegir svæðisins, landbúnaður og sjávarútvegur, verði efldir.
Einnig að stuðlað verði að meiri fjölbreytni og nýsköpun í atvinnutækifærum og þróun í ferðaþjónustu verði samtvinnuð náttúru, menningu, mat og sögu Vestfjarða.“