Endurfjármögnun bankanna lokið í lok næsta mánaðar

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði við ut­andag­skrárum­ræður á Alþingi um efna­hags­ástandið í dag, að gert væri ráð fyrr að tak­ast muni að end­ur­fjármagna bank­ana í lok næsta mánaðar. Þá sagði hún að aðstæður væru að skap­ast fyr­ir lækk­un vaxta.

Jó­hanna sagði, að hún gerði ráð fyr­ir að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans muni ákveða vaxta­lækk­un á næsta vaxta­ákvörðun­ar­degi sem er 19. mars. All­ar for­send­ur séu fyr­ir lækk­un.

Jó­hanna sagði einnig, að starfs­hóp­ur á veg­um Seðlabank­ans, sem metið hef­ur áhrif fjár­málakrepp­unn­ar á efna­hag heim­ila og fyr­ir­tækja muni vænt­an­lega skila niður­stöðu í þess­ari viku. Þá mun liggja fyr­ir í fyrsta sinn heild­ar­yf­ir­lit þar sem skuld­ir og eign­ir á Íslandi hafa verið kortlagðar. ,,Þær upp­lýs­ing­ar munu leggja grunn að frek­ari aðgerðum,“sagði Jó­hanna.

„Gert er ráð fyr­ir að samn­ing­um ljúki um miðjan maí um greiðslur til gömlu bank­anna. Í kjöl­far þess verði gengið til end­ur­skipu­lagn­ing­ar fjár­mála­kerf­is­ins í ljósi þarfa ís­lensks at­vinnu­lífs,“ sagði hún. Jó­hanna sagði að viðræður vegna Ices­a­ve væru nú komn­ar í form­leg­an far­veg og þær hæf­ust í Reykja­vík í lok þessa mánaðar. Þá kom fram í máli Jó­hönnu að aðstæður gerðu enn ekki mögu­legt að losa um gjald­eyr­is­höft­in. Áður en hægt verði að losa um þau verði að draga veru­lega úr óviss­unni og skýr­ari upp­lýs­ing­ar að liggja fyrr um skulda­stöðu þjóðarbús­ins.

Fram kom í máli Jó­hönnu að um 22 þúsund manns hafa þegar nýtt sér greiðslu­jöfn­un verðtryggðra fast­eigna­veðlána og þúsund­ir til viðbót­ar fryst­ingu mynt­körfulána.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert