Er lóan komin?

Lóan sem sást við Bakkatjörn í gær
Lóan sem sást við Bakkatjörn í gær Sunnlendingur.is

Í gær sást til heiðlóu við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og þann 28. febrúar sá Hallgrímur Gunnarsson lóu á Hlíðsnesi á Álftanesi. Brynjúlfur Brynjólfsson, starfsmaður Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands á Hornafirði, segir í samtali við Sunnlending.is að lóan sé mjög snemma á ferðinni nú ef rétt reynist.

„Það er ekki hægt að útiloka að þarna hafi vetursetufuglar verið á ferð en þekkt er að lóan getur lifað af íslenskan vetur,“ segir Brynjúlfur, í samtali við Sunnlending.

Á undanförnum 10 árum hafa fyrstu heiðlóurnar sést á tímabilinu 20.-31. mars.

Fréttavefurinn Sunnlendingur


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert