Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn

 

Ríkisstjórnin mun að öllum líkindum óska eftir ráðgjöf Evu Joly fyrrum yfirrannsóknardómara í Frakklandi um rannsókn efnahagsbrota í tengslum við bankahrunið.

Eva Joly  hitti nokkra ráðherra í hádeginu í dag og ræddi um rannsókn slíkra mála.

Eva leggur til harðari aðgerðir og að meiri þungi verði settur í að rannsaka  efnahagsbrot í tengslum við bankahrunið og finna hvar peningar sé að finna sem hafi verið komið undan. Hún var lykilmanneskja í að leiða til lykta eitt stærsta spillingarmál seinni tíma í Frakklandi.

Steingrímur J. Sigfússon sagði að loknum fundinum að ríkisstjórnin hefði ekki getað fengð betri gest en hana við þær aðstæður sem væru uppi. Það væri einboðið að óska eftir ráðgjöf frá henni eftir því sem mögulegt sé. Það þurfi að setja fullan kraft í rannsókn þessara mála og þá hlið sem snýr að undanskotum peninga og frystingu eigna og öðru í sama dúr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert