Hákon Aðalsteinsson látinn

Hákon Aðalsteinsson.
Hákon Aðalsteinsson. mbl.is/RAX

Há­kon Aðal­steins­son, skáld og fyrr­um skóg­ar­bóndi á Hús­um í Fljóts­dal, er lát­inn, á 74. ald­ursári. Há­kon fædd­ist að Vaðbrekku í Hrafn­kels­dal 13. júlí 1935, for­eldr­ar hans voru Aðal­steinn Jóns­son bóndi og Ingi­björg Jóns­dótt­ir hús­móðir.

Há­kon stundaði nám í Alþýðuskól­an­um á Laug­um í Reykja­dal vet­ur­inn 1953-54, lauk meira­prófi bif­reiðastjóra á Ak­ur­eyri 1957 og vél­stjóra­rétt­indi fékk hann árið 1960. Hann starfaði fram­an af sem vél­stjóri á skip­um en einnig sem bíl­stjóri og öku­kenn­ari. Loka­prófi frá Lög­reglu­skóla rík­is­ins lauk Há­kon árið 1973 og var hann lengi lög­regluþjónn á Eg­ils­stöðum og Húsa­vík. Há­kon var um nokk­urra ára skeið frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins á Eg­ils­stöðum. Árið 1992 flutt­ist hann að Hús­um og gerðist skóg­ar­bóndi en starfaði jafn­framt sem toll­vörður við ferj­una Nor­rænu á Seyðis­firði. Árið 2006 seldi Há­kon jörð sína í Fljóts­daln­um og flutt­ist til Eg­ilsstaða.

Há­kon var landsþekkt­ur hagyrðing­ur og hafa lög verið sam­in við mörg af kvæðum hans og vís­ur eft­ir hann orðið fleyg­ar. Hann sendi frá sér sjö bæk­ur, þar af þrjár ljóðabæk­ur.

Ævi­saga hans, Það var rosa­legt, skráð af Sig­ur­dóri Sig­ur­dórs­syni, kom út haustið 1997.

Há­kon eignaðist fjög­ur börn. Eft­ir­lif­andi eig­in­kona hans er Sigrún Bene­dikts­dótt­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert