ÍAV verður yfirtekið

Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka að störfum
Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka að störfum mbl.is

Nýi Kaupþing banki er við það að taka yfir Íslenska aðalverktaka (ÍAV) samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Bankinn mun þá mynda nýja stjórn með sínum eigin fulltrúum yfir félaginu.

Vinna við slíkt ferli hefur staðið yfir um nokkurt skeið og herma heimildir Morgunblaðsins að því verði hrint í framkvæmd á næstu dögum.

ÍAV yrði þá annað fyrirtækið sem bankinn tæki yfir með þessum hætti á skömmum tíma, því Kaupþing leysti til sín bílaumboðið Heklu 10. febrúar síðastliðinn.

Gunnar Sverrisson, forstjóri ÍAV, segir að sér hafi ekki verið tilkynnt að Kaupþing væri að taka yfir fyrirtækið né viti hann til þess að nokkurt slíkt ferli sé í gangi. Hann geti því ekki tjáð sig um málið. Núverandi eigendur ÍAV eru helstu stjórnendur félagsins. Þeir eignuðust það í upphafi árs 2003 þegar ríkið seldi sinn eignarhlut.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert