Lánasafn nýju bankanna afar lélegt

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Golli

Bjarni Bene­dikts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði á Alþingi í dag að lána­safn nýju bank­anna væri eitt það lé­leg­asta sem menn hefðu séð síðan í krepp­unni miklu og af­skrift­arþörf nýja banka­kerf­is­ins væri gríðarleg. 

Bjarni sagði í umræðu um end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins sagði að brýn­asta verk­efnið væri að koma efna­hags­líf­inu í gang á ný. Hann sagði gríðarlega mik­il­vægt, að rík­is­sjóður taki ekki á sig of mikla áhættu við end­ur­reisn bank­anna.

Bjarni sagði, að hér væri bankakrísa; bank­arn­ir hefðu gefið sig, tekið of mikla áhættu og sýnt glanna­skap. Fyr­ir­tæk­in í land­inu hefðu hins veg­ar ekki farið fram úr sér held­ur hefðu þau þurft að glíma við háa vexti og erfiðar ytri aðstæður og því væri sér­stak­lega brýnt að stjórn­völd komi kröft­ug­lega til móts við at­vinnu­lífið og aðstoði það við að kom­ast yfir erfiðasta hjall­ann.

„Það má segja að það sé unnið krafta­verk af starfs­fólki út um allt land," sagði Bjarni.

Hann sagði að það sama gildi um stöðu heim­il­anna. Þar hefði einnig margt verið gert en það þurfi að gera  bet­ur.

Bjarni sagði að lána­safn nýju bank­anna væri það lé­leg­asta sem sést hefði frá því í krepp­unni miklu. „Það er rætt um það að af­skrift­arþörf nýju bank­anna sé slík að menn hafa ekki í fjár­málakrís­um annarra landa í seinni tíð séð annað eins," sagði Bjarni.

Hann sagðist fagna því að nú standi til að kort­leggja stöðu heim­ila og fyr­ir­tækja. Slíkt væri löngu tíma­bært og ótrú­legt væri að vet­ur­inn skuli hafa verið lát­inn líða án þess að slíkra upp­lýs­inga væri aflað.

Á sama hátt væri frá­leitt rætt væri um aðstoð við fyr­ritæk­in og banka­kerfið án þess að þess­ar upp­lýs­ing­ar liggi fyr­ir.   Ég veit að upp­lýs­ing­ar um stöðu lána­safns nýju rík­is­bank­anna liggja fyr­ir í rík­i­s­tjórn­inni frá ráðgjöf­um henn­ar," sagði Bjarni. 

Hann sagðist lýsa yfir efa­semd­um um að það sé rétt að taka yfir jafn mörg vanda­mála­lán og raun bæri vitni inn í nýju bank­ana. „Mig grun­ar, að það gæti verið skyn­sam­legra að skilja eft­ir hluta af vand­an­um í gömlu bönk­un­um og leyfa kröfu­höf­un­um þar að eiga við það. Hvers vegna ætt­um við að vera að setja ríkið í áhættu við að fjár­magna jafn lé­legt lána­safn?" sagði Bjarni. Þetta er áhættu­fjár­fest­ing fyr­ir ríkið og 5% of­mat á eign­um nýja banka­kerf­is­ins gæti valdið 100 millj­arða tjóni fyr­ir rík­is­sjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert