Helgi Hjörvar hefur ásamt tveimur öðrum þingmönnum Samfylkingarinnar lagt fram frumvarp um upplýsingaskyldu fyrirtækja, félaga og stofnana í eigu íslenska ríkisins. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Fram kemur að í í frumvarpinu, sem verði dreift í dag, felist að fyrirtæki, félög og stofnanir sem séu að helmingi eða meira í eigu íslenska ríkisins upplýsi um allar afskriftir skuldunauta viðkomandi aðila.
Frumvarpinu er ekki ætlað að ná til afskrifta sem leiða af almennum ákvörðunum um niðurfærslu á skuldum heimila, heldur er fyrst og fremst verið að tryggja að engar óeðlilegar eða óvenjulegar afskriftir séu gerðar í skjóli leyndar.