Skuldir þjóðarbúsins meiri en áður var talið

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, seg­ir að skuld­ir þjóðarbús­ins, tekju­fall og sam­drátt­ur, séu meiri en spár, sem gerðar voru í októ­ber og nóv­em­ber gáfu til kynna. Hins veg­ar sé verðbólga minni en reiknað var með þá og sömu­leiðis hafi geng­isþróun krón­unn­ar orðið já­kvæðari. 

Þetta kom fram í umræðu utan dag­skrár á Alþingi í dag um end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins. Stein­grím­ur sagði að eng­inn und­ir­liggj­andi verðbólguþrýst­ing­ur væri nú í hag­kerf­inu og með styrk­ingu krón­unn­ar væru all­ar for­send­ur til þess að vext­ir fari að lækka hratt á öðrum árs­fjórðungi.

Stein­grím­ur sagði, að full­trú­ar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins hefðu verið hér á landi að und­an­förnu og væru nú að ljúka sinni út­tekt. Í tengsl­um við það hefðu farið fram ræki­leg­ar viðræður um stöðu mála þar sem bor­in sé sam­an staðan nú og það mat sem fram fór í októ­ber og nóv­em­ber.

Sumt væri hag­stæðara en reiknað var með í vet­ur, svo sem verðbólgu­töl­ur og þróun geng­is krón­unn­ar. Annað væri nei­kvæðara, svo sem það, að heild­ar skuld­setn­ing þjóðar­inn­ar virðist meiri en áður var talið, fyrst og frest vegna meiri skulda einkaaðila en reiknað var með. Hins veg­ar stæðust áætlan­ir um skuld­ir rík­is­sjóðs full­kom­lega. Þá væru tekju­fall og sam­drátt­ur í þjóðarbú­skapn­um meiri en gert var ráð fyr­ir og at­vinnu­leysi sé meira en Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn spáði, eða um 10%. Það sé hins veg­ar í sam­ræmi við spár inn­lendra aðila.

„Það verða áfram ein­hverj­ir erfiðleik­ar; Það er ekki allt búið enn eins og morg­un­inn var til vitn­is um þegar stór fjár­fest­ing­ar­banki komst í þrot og var yf­ir­tek­inn. Ég er engu að síður bjart­sýnn um að brátt sjái fyr­ir end­ann á slík­um hlut­um," sagði Stein­grím­ur. „Ég trúi því að með lækk­andi verðbólgu og vöxt­um og hækk­andi sjó för­um við að geta horft fram til held­ur betri tíma í vor. Það verður erfitt út þetta ár og að minnsta kosti langt inn á það næsta en þá ættu að vera góðar for­send­ur til að botn­in­um verði náð."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka