Svifryk yfir mörkum í 3 daga

Svifryk í Reykjavík.
Svifryk í Reykjavík. mbl.is/RAX

Styrkur svifryks fór yfir heilsuverndarmörk þrjá daga í röð í liðinni viku. Rykbinding á helstu umferðagötum á föstudag dugði ekki allan daginn vegna þess að blandan var of þunn. Ekki er búist við svifryksmengun næstu daga.

Heilsuverndarmörk svifryks  eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringsstyrkur svifryks við Grensásveg reyndist 61 fimmtudaginn 5. mars, 54,1 á föstudag og 55,6 á laugardag. Við Steinahlíð reyndist hann 50,4 á fimmtudag og 51,4 á föstudag. Styrkurinn mældist undir heilsuverndarmörkum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem ein mælistöðin er staðsett.

10. mars verður hægur vindur um morguninn en mun síðan bæta í vind og því ólíklegt að svifryksmengun verði veruleg. Á miðvikudag er spáð töluverðum vindi á með úrkomu.

Styrkur svifryks hefur nú farið 5 sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári en má fara 12 sinnum yfir heilsuverndarmörk. Svifryk fór 10 sinnum yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði 2006.

Fram kemur á heimasíðu Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur, að sterkari saltblöndu til rykbindingar hafi verið úðað á helstu umferðargötur á sunnudagsnótt og hún eigi að duga í þrjá daga.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert