Víða þæfingsfærð á heiðum

Á Suðurlandi er víða hálkublettir þó aðallega í uppsveitum. Óveður er á Kjalarnesi.

Á Vesturlandi eru víðast hálkublettir. Ófært er á Fróðarheiði. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er mokstur hafin á öllum vegum. En er ófært um Klettsháls. Þungfært er á Ennishálsi og þæfingur á Steingrímsfjarðarheiði.

Á Norðurlandi er hálka og éljagangur. Ófært er á Þverárfjalli.

Á Norðausturlandi er mokstri hafinn á öllum vegum, vegfarendur eru beðnir um að sína tillitsemi við moksturstæki.

Á Austurlandi er þæfingur á Fagradal og þungfært og skafrenningur á Fjarðarheiði en mokstur stendur yfir. Mokstur er hafin á Möðrudalsöræfum og Vopnarfjarðarheiði. Hálka og þæfingur er með ströndinni.

Á Suðausturlandi eru víða hálkublettir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert