Allir fá vinnu í vinnuskólanum

Búast má við mikilli aðsókn í Vinnuskólann í sumar
Búast má við mikilli aðsókn í Vinnuskólann í sumar Þorvaldur Örn Kristmundsson

Reykjavíkurborg hefur tilkynnt að öllum unglingum í 8., 9. og 10. bekk verði tryggt sumarstarf í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar. Áfram verður tekið á móti öllum nemendum sem skrá sig, en á hinn bóginn verður vinnutími nemenda styttur.

Búist er við miklum fjölda í Vinnuskólann að því er fram kemur á vef umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar, en Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs kynnti sumarreksturinn í dag.  Skólinn hafi ávallt verið vinsæll valkostur og næsta sumar standi ekki eins mörg störf til boða í Reykjavík og oft áður.

Þennan vetur eru 4.500 nemendur skráði í efstu þrjá bekki grunnskólanna í Reykjavík, sem er um 200 færri en voru á síðasta ári. Búst er við því að um 80-90% þessara nemenda skrái sig í Vinnuskólann sem þýðir að þau verða alls tæplega 4.000 sem er töluvert meira en sumarið í fyrra, því þá voru nemendur um 2.400. Öðrum starfsmönnum skólans, verk- og flokkstjórum, verður ekki fjölgað.  

Nánar á vef Reykjavíkurborgar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert