Breskt sjúkrahús tapar vegna hruns Kaupþings

The Christie, heimsfrægt sjúkrahús í Manchester í Englandi sem sinnir krabbameinssjúklingum, tapar 6,5 milljónum punda af gjafafé, eða um milljarði íslenskra króna, vegna hruns dótturfélags Kaupþings í Bretlandi, Singer and Friedlander.

Sjúkrahúsið ætlar nú að höfða mál gegn Tryggingasjóði innlána í Bretlandi, FSCS, að því er greint er frá á fréttavef Manchester Evening News. Þar segir að FSCS hafi tekið þá ákvörðun að sjúkrahúsið fengi ekki greitt fé sitt. Það fái hins vegar einstaklingar og lítil fyrirtæki.

Gjafafénu, sem mest allt kom frá sjúklingum og fjölskyldum þeirra, átti að verja til kaupa á nýjum tækjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert