Allur sjáanlegur eldur slökktur

mynd/Ómar Örn Smith

All­ur sjá­an­leg­ur eld­ur hef­ur nú verið slökkt­ur í á þaki húss­ins við Síðumúla 34 þar sem mik­ill eld­ur blossaði upp nú síðdeg­is. Alls voru um 30 manns í hús­inu og náðu þau öll að forða sér út þegar vart varð reykjar­lykt­ar svo ekk­ert mann­tjón varð.

Að sögn slökkviliðsins eru nú verið að yf­ir­fara húsið, leita að glæðum og full­vissa sig um að eld­ur geti ekki fæðst að nýju. Þá eru skemmd­ir yf­ir­farðar og mun­um forðað út úr hús­inu til að koma í veg fyr­ir vatns­skemmd­ir.

Talið er að elds­upp­tök hafi verið í tjöru­vinnu við viðgerðir á þaki húss­ins en það hef­ur ekki verið end­an­lega staðfest. Gasspreng­ing varð á þak­inu þegar kút­ur sem notaður var til að bræða tjör­una sprakk. Í fyrstu var talið að fólk hefði flúið upp á þak und­an eld­in­um en síðar kom í ljós að þar voru á ferðinni verka­menn sem voru á staðnum áður en eld­ur­inn kviknaði. Þeir eru óhultir líkt og þeir sem inn­an­dyra voru.

Allt til­tækt slökkvilið var sent á staðinn og gekk fljótt fyr­ir sig að ná tök­um á eld­in­um og kveða hann niður.

Mikill eldur logaði á þaki hússins.
Mik­ill eld­ur logaði á þaki húss­ins. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka