Dræm þátttaka í kosningum VR

Merki VR.
Merki VR.

Innan við 19% félagsmanna VR höfðu síðdegis í gær greitt atkvæði í rafrænum kosningum um framboð til trúnaðarstarfa fyrir VR. Alls eru tæplega 25.100 félagsmenn á kjörskrá, en síðdegis í gær höfðu aðeins rúmlega 4.730 félagsmenn greitt atkvæði sitt.

„Ég held að allir hafi gert sér vonir um að kosningaþátttakan yrði meiri en hún er orðin núna,“ segir Halldór Grönvold, formaður kjörstjórnar. „Miðað við þróun síðustu daga sé ég ekki að það sé von á einhverjum miklum kipp til viðbótar,“ segir Halldór og tekur fram að allt bendi til þess að kosningaþátttakan verði á bilinu 20-25%.

Að mati Halldórs er hvorki hægt að skýra þessa dræmu þátttöku með skorti á upplýsingum um kosningarnar enda hafi kosningarnar verið talsvert kynntar í fjölmiðlum né því að erfitt og flókið sé að kjósa, því félagsmönnum hafi verið gert það mjög auðvelt á netinu.

„Þetta gefur því tilefni til að ætla að það sé einfaldlega ekki meiri áhugi til staðar en þetta,“ segir Halldór og rifjar upp að hitafundur sitjandi formanns með félagsmönnum í nóvember hafi þó gefið tilefni til þess að kosningaþátttakan yrði góð. „Utan frá séð skynjar maður ekki að það hafi orðið mjög mikil stemning í kringum kosninguna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert