Póst- og fjarskiptastofnun hefur hafnað því að Símanum beri að veita Hringiðunni aðgang IP neti Símans á Öxl á Snæfellsnesi. Krafðist Hringiðan þess að gagnaflutningur félagsins frá Öxl til Reykjavíkur færi fram um IP kerfi Símans, með flutningsgetu allt að 50 Mb/s, fyrir hámark 50.000 kr. á mánuði.
PFS féllst á það með Símanum að umrædd beiðni fæli ekki í sér, eins og hér háttaði til, eðlilega og sanngjarna beiðni um aðgang. PFS hafnaði því umræddri kröfu Hringiðunnar.