Eldur í Síðumúla

Mikill eldur logar á efstu hæð hússins.
Mikill eldur logar á efstu hæð hússins. mynd/Sveinbjörn Halldórsson

Mikill eldur logar í húsi númer 34 við Síðumúla.  Hefur allt tiltækt slökkvilið verið sent á staðinn. Að sögn lögreglunnar kom eldurinn upp á 6. hæð og er hugsanlegt að fólk sé í hættu innanhúss. Þegar hefur fólk safnast saman uppi á þaki hússins til að forða sér undan eldinum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðja íbúa í nágrenninu  um að loka gluggum og kynda hús sín eins og kostur er. Einnig er fólk beðið um að halda sig frá vettvangi.

Í húsinu eru m.a. antikverslunin Victoria Antik, Adiago hárstofa, Alþýðuhúsið, kötvinnslan Ferskar kjötvörur, Árval ehf og Gallerí Tú Tú.

Enn er ekki vitað um eldsupptök.

mynd/Sigurður Ingi Einarsson
mynd/Ísak
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert