Eva Joly sérstakur ráðgjafi

Eva Joly.
Eva Joly. mbl.is/Billi

Ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögu Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, um að Eva Joly, fyrrverandi saksóknari, verði sérstakur ráðgjafi vegna rannsókna á efnahagsbrotum sem tengjast hruni fjármálakerfisins.

Eva Joly gegndi áður stöðu rannsóknardómara í Frakklandi en er nú meðal annars ráðgjafi norsku ríkisstjórnarinnar. Hún hefur stundað rannsóknir á fjármálabrotum og fjármálaspillingu í Evrópu og víðar.

Eva Joly  hitti nokkra ráðherra í gær og ræddi um rannsókn fjármálabrota. Í samtali við Mbl. sjónvarp sagðist hún leggja til að meiri þungi verði settur í að rannsaka  efnahagsbrot í tengslum við bankahrunið hér á landi og finna hvar peningar sé að finna sem hafi verið komið undan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka