Farbannsúrskurður felldur úr gildi

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna (VSP), sem er grunaður um stórfelld efnahagsbrot í starfi. Þá er honum gert að leggja fram 10 milljón kr. tryggingu fyrir því að hann mæti hjá lögreglu til skýrslugjafar.

Fram kemur að tryggingin skuli standa til 29. apríl nk. klukkan 16. Þangað til tryggingin sé sett sé honum bönnuð brottför af landinu.

Viggó Þór Þórisson, sem hefur sætt farbanni frá 13. apríl 2007, er grunaður um stórfelld efnahagsbrot, sem felast í útgáfu tilhæfulausrar ábyrgðaryfirlýsingar upp á 200 milljónir bandaríkjadala – rúma 22 milljarða króna. Talið er að ábyrgðir vegna athæfis mannsins geti fallið á þrotabú VSP.

Rannsókn málsins nær til fjölmargra landa. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að ekki sé langt að bíða að henni ljúki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert