Fjórða stigs málþóf

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Heiðar

Umræður um málþóf héldu áfram í upphafi þingfundar í dag en stjórnarliðar saka Sjálfstæðismenn um að standa fyrir málþófi á Alþingi til að koma í veg fyrir að frumvarp um stjórnskipunarlög komist á dagskrá.

Mörður Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði m.a. að sjálfstæðismenn hefðu stundað 4. stigs málþóf en því mótmæltu sjálfstæðismenn harðlega og sögðu umræðu á þinginu í gærkvöldi um skyldusparnað hafa veierð málefnalega.

Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði að sjálfstæðismenn væru nú að kenna þingmönnum að fara í málþóf samkvæmt nýja kerfinu.  „Það er þannig, að þingmenn í sama stjórnmálaflokki fari í andsvör hver við annan. Þetta eru mikil vonbrigði," sagði Valgerður. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert