Alþingi samþykkti í dag með 44 samhljóða atkvæðum frumvarp um skyldusparnað sem gerir ráð fyrir því, að heimilt verði að greiða út hluta séreignasparnaðar fólks í áföngum til að mæta bágri fjárhagsstöðu margra einstaklinga og heimila vegna bankahrunsins.
Samkvæmt frumvarpinu geta allir, sem eiga frjálsan séreignarsparnað, leyst út allt að 1 milljón króna fyrir staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. október 2010.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks gagnrýndu frumvarpið á þeirri forsendu, að sú lága upphæð, sem fólk getur tekið út, dugi engan vegin til að bjarga málum þeirra
fjölskyldna, sem eiga góða upphæð í séreignarsjóði en eru með mikil vanskil. Þeir greiddu hins vegar atkvæði með frumvarpinu.