Joly segir brandara að hafa fimm menn í rannsóknum

Eva Joly.
Eva Joly. mbl.is/Billi

Eva Joly, sér­stak­ur ráðgjafi ís­lenskra yf­ir­valda varðandi rann­sókn á efna­hags­brot­um sem tengj­ast hruni fjár­mála­kerf­is­ins, seg­ir það brand­ara að sér­stak­ur sak­sókn­ari vegna banka­hruns­ins hafi fjóra menn sér til aðstoðar.

Nefn­ir hún til sam­an­b­urðar mál sem er til rann­sókn­ar í Nor­egi en tutt­ugu manns vinna við rann­sókn þess.

Joly var spurð að því að loknu er­indi sínu í Há­skól­an­um í Reykja­vík í dag hvernig hægt sé að tryggja það að rann­sókn á banka­hrun­inu endi með mál­sókn­um gegn þeim sem gerst hafi brot­leg­ir.

Sagði hún mik­il­vægt að tryggja að sak­sókn­ari hafi nægi­leg­an mannafla og fé til rann­sókna. Þá verði að tryggja að hann hafi sem mest  sjálf­stæði og að sem mest­um upp­lýs­ing­um verði haldið til haga þannig að mál haldi fyr­ir rétti.

Einnig sagði hún mik­il­vægt að gef­ast ekki upp við upp­lýs­inga­öfl­un, þótt treg­leika gangi í fyrstu.

mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka