Eva Joly, sérstakur ráðgjafi íslenskra yfirvalda varðandi rannsókn á efnahagsbrotum sem tengjast hruni fjármálakerfisins, segir það brandara að sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins hafi fjóra menn sér til aðstoðar.
Nefnir hún til samanburðar mál sem er til rannsóknar í Noregi en tuttugu manns vinna við rannsókn þess.
Joly var spurð að því að loknu erindi sínu í Háskólanum í Reykjavík í dag hvernig hægt sé að tryggja það að rannsókn á bankahruninu endi með málsóknum gegn þeim sem gerst hafi brotlegir.
Sagði hún mikilvægt að tryggja að saksóknari hafi nægilegan mannafla og fé til rannsókna. Þá verði að tryggja að hann hafi sem mest sjálfstæði og að sem mestum upplýsingum verði haldið til haga þannig að mál haldi fyrir rétti.
Einnig sagði hún mikilvægt að gefast ekki upp við upplýsingaöflun, þótt tregleika gangi í fyrstu.