Hrefnuveiðileyfi auglýst

Njörður á hrefnuveiðum.
Njörður á hrefnuveiðum.





Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur staðfest reglugerð þar sem kveðið er á um þau skilyrði sem uppfylla þarf til að fá leyfi til hrefnuveiða.

Skilyrðin eru þau að að minnsta kosti einn úr áhöfn hafi reynslu af hrefnuveiðum og einnig að skyttur sem annist veiðar og aflífun dýra skuli hafa sótt námskeið í meðferð skutulbyssna og sprengiskutlna og í aflífunaraðferðum við hvalveiðar. Auk þessa skal skytta hafa fullnægjandi skotvopnaleyfi.

Með staðfestingu ofangreindrar reglugerðar er ráðherra að fara að tilmælum umboðsmanns Alþingis, þar sem hann óskaði eftir því  að auglýstar yrðu fyrirhugaðar leyfisveitingar og skilyrði fyrir  þeim þannig að tryggt yrði jafnræði milli borgaranna og stuðlað að gegnsærri stjónsýslu. Það sé í betra samræmi við sjónarmið um jafnræði og vandaða stjórnsýluhætti að stjórnvöld auglýsi opinberlega að til standi að úthluta takmörkuðum gæðum.

Þá er kveðið á um veiðiaðferðir og veiðibúnað sem skip sem ætluð eru til hrefnuveiða skulu vera búin.
 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka