Íbúðalánasjóður átti milljarða hjá Straumi

Íbúðalána­sjóður var lang­stærsti inn­stæðueig­andi í fjár­fest­ing­ar­bank­an­um Straumi, sem yf­ir­tek­inn var af Fjár­mála­eft­ir­lit­inu í gær­morg­un. „Ég gef það ekki upp ná­kvæm­lega, enda erum við ekki vön að gera það, en þetta skipt­ir millj­örðum,“ seg­ir Guðmund­ur Bjarna­son, for­stjóri sjóðsins. Mögu­legt tap rík­is­ins vegna inn­stæðna í Straumi gæti því orðið til­finn­an­legt, hvar í rík­is­reikn­ing­um sem það hafn­ar á end­an­um, dugi eign­ir ekki fyr­ir inn­stæðum.

„Sam­kvæmt áhættu­stýr­ingu ber okk­ur að hafa til reiðu ákveðið fjár­magn til að svara skuld­bind­ing­um sjóðsins vegna af­borg­ana af okk­ar lán­um og eins fyr­ir vænt­an­leg út­lán. Þetta lausa­fé ávöxt­um við á markaði, í fjár­mála­stofn­un­um, með rík­is­bréf­um eða í seðlabanka eft­ir at­vik­um. Hluti af því var í Straumi. Þar átt­um við hags­muna að gæta,“ seg­ir Guðmund­ur.

Heim­ild­ir herma að líf­eyr­is­sjóðir hafi einnig verið stór­ir inn­stæðueig­end­ur í Straumi, en ekki náðist í for­svars­menn lands­sam­taka þeirra í gær­kvöldi til að staðfesta það. Hjá starfs­mönn­um Straums var borið við banka­leynd um hverj­ir væru í hópi inn­stæðueig­enda, en kunn­ug­ir segja ÍLS hafa verið lang­stærst­an þeirra. Reyn­ir Vign­ir, formaður skila­nefnd­ar Straums, seg­ir að verið sé að taka upp­lýs­ing­ar um þetta sam­an fyr­ir nefnd­ina. Hann vildi ekki tjá sig frek­ar um þetta í gær­kvöldi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert