Joly: Viss um að menn misnotuðu aðstöðu sína

Eva Joly.
Eva Joly. mbl.is

Eva Joly, sérstakur ráðgjafi íslenskra yfirvalda varðandi rannsókn á efnahagsbrotum sem tengjast hruni fjármálakerfisins, segir að vegna reynslu sinnar af rannsóknum slíkra mála geti hún fullyrt að íslenskir fjárglæframenn hafi gert það sama og menn í öðrum löndum. Þ.e. misnotað aðstöðu sína og skotið undan fé.

 Joly sem þekkt er fyrir rannsóknir sínar á efnahagsbrotum í Frakklandi og starfar nú sem ráðgjafi norsku stjórnarinnar, sagði þetta í fyrirspurnartíma að loknu erindi hennar í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þá sagði hún Bretland Gordons Brown vera eitt hinna svonefndu skattaskjóla.

Í erindi sínu fjallaði Joly um það hvernig fjölþjóðleg risafyrirtæki misnoti aðstöðu sína í þriðja heiminum og nýti sér skattaskjól til að fela ágóða. Sagði hún að samtímis sé verið að svindla á þjóðum þriðja heimsins þar sem í raun sé staðan sú að fyrir hvern einasta dollara sem vestræn ríki leggi ríkjum þriðja heimsins til fari tíu dollarar frá þeim annað hvort sem hagnaður í vasa vestrænna  fyrirtækja eða mútur til spilltra embættismanna í þriðja heiminum.

Joly sagðist vonast til þess að samþykktar verði tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við skattaskjólum en að hún hafi þó ekki mikla trú á að sú verði reyndin. Sagði hún það m.a draga úr bjartsýni sinni að Bretland  Gordons Borwn væri einmitt eitt af þessum skattaskjólum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert