Joly: Viss um að menn misnotuðu aðstöðu sína

Eva Joly.
Eva Joly. mbl.is

Eva Joly, sér­stak­ur ráðgjafi ís­lenskra yf­ir­valda varðandi rann­sókn á efna­hags­brot­um sem tengj­ast hruni fjár­mála­kerf­is­ins, seg­ir að vegna reynslu sinn­ar af rann­sókn­um slíkra mála geti hún full­yrt að ís­lensk­ir fjár­glæframenn hafi gert það sama og menn í öðrum lönd­um. Þ.e. mis­notað aðstöðu sína og skotið und­an fé.

 Joly sem þekkt er fyr­ir rann­sókn­ir sín­ar á efna­hags­brot­um í Frakklandi og starfar nú sem ráðgjafi norsku stjórn­ar­inn­ar, sagði þetta í fyr­ir­spurn­ar­tíma að loknu er­indi henn­ar í Há­skól­an­um í Reykja­vík í dag. Þá sagði hún Bret­land Gor­dons Brown vera eitt hinna svo­nefndu skatta­skjóla.

Í er­indi sínu fjallaði Joly um það hvernig fjölþjóðleg risa­fyr­ir­tæki mis­noti aðstöðu sína í þriðja heim­in­um og nýti sér skatta­skjól til að fela ágóða. Sagði hún að sam­tím­is sé verið að svindla á þjóðum þriðja heims­ins þar sem í raun sé staðan sú að fyr­ir hvern ein­asta doll­ara sem vest­ræn ríki leggi ríkj­um þriðja heims­ins til fari tíu doll­ar­ar frá þeim annað hvort sem hagnaður í vasa vest­rænna  fyr­ir­tækja eða mút­ur til spilltra emb­ætt­is­manna í þriðja heim­in­um.

Joly sagðist von­ast til þess að samþykkt­ar verði til­lög­ur um aðgerðir til að stemma stigu við skatta­skjól­um en að hún hafi þó ekki mikla trú á að sú verði reynd­in. Sagði hún það m.a draga úr bjart­sýni sinni að Bret­land  Gor­dons Borwn væri ein­mitt eitt af þess­um skatta­skjól­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka