Lífeyrissjóðir ekki stikkfrí

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hugsanlega ættu íslenskir lífeyrissjóðir að bera kostnaðinn ef lán sem þeir hafa veitt verða færð niður um 20%, eins og Framsóknarflokkurinn hefur lagt til.

Tillagan um 20% niðurfærslu allra skulda er hluti af viðameiri tillögum flokksins í efnahagsmálum. Í stuttu máli byggir niðurfærsluhugmyndin á þeirri forsendu að þar sem fyrirsjáanlegt sé að eignasöfn gömlu bankanna verði afskrifuð um u.þ.b. 50% þegar þau verða færð yfir til þeirra nýju, sé svigrúm til að afskrifa skuldirnar. Með 20% niðurfærslu skulda verði komið í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimila og fyrirtækja og hrun á fasteignamarkaði.

Eins og komið hefur fram eiga erlendir aðilar kröfur á gömlu bankana, því það voru einkum þeir sem lánuðu íslensku bönkunum það fé sem íslensku bankarnir lánuðu áfram til Íslendinga. Því hlýtur að þurfa að spyrja hvers vegna kröfuhafarnir ættu að fallast á að allar skuldir verði færðar niður um 20%.

Sigmundur Davíð benti á að kröfuhafarnir hafi þegar afskrifað þessar eignir sínar að verulegu leyti og í raun mætti segja að með yfirtöku ríkisins á bönkunum hefðu kröfuhafarnir fengið meira í sinn hlut en þeir hefðu fengið ef eignasöfn bankanna hefðu einfaldlega verið seld á uppboðum. Þá hefðu kröfuhafarnir ekki hagsmuni af því að hér yrðu fjöldagjaldþrot og verðhrun á eignum því með því móti fengju þeir enn minna í sinn hlut en ella en tillögur framsóknarmanna miðuðu að því að forða slíku hruni. Þar að auki gerðu tillögur framsóknarmanna ráð fyrir að erlendu kröfuhafarnir eignuðust hlutdeild í nýju bönkunum en með því móti væri enn frekar komið til móts við hagsmuni þeirra.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert