Ísland skuldar um það bil 24 milljarðar bandaríkjadala að sögn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins en Eva Hauksdóttir og Árni Daníel Júlíusson, fulltrúar regnhlífasamtakanna Samstöðu, hittu starfsmenn sjóðsins í morgun.
Þau hafa áhyggjur af óskýrum svörum varðandi skilyrði lánsins til Íslands og viðurlög ef það verði ekki greitt. Þau óttast að gengið verði á auðlindir landsins eða beitt þvingunum í átt til frekari einkavæðingar.
Fulltrúar AGS sögðu skuldir landsins nálægt 24 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 2700 milljarða króna, en ákveðnir þættir væru þó enn óljósir. Þá sögðust þeir hafa fulla trú á því að Ísland gæti endurgreittt lánið enda þótt þeir hafii enga tryggingu fyrir því. Þeir sögðust ekki ætla að reyna að hafa áhrif á það hvaða leiðir ríkisstjórnin færi til að afla fjár, heldur aðeins ráðleggja henni. Engin veð væru tekin í ríkisfyrirtækjum eða auðlindum en sendinefnd komi reglulega til að fylgjast með framgangi mála.