Ók á brúarstólpa á flótta frá lögreglu

Al­var­legt um­ferðarslys varð nú fyr­ir stundu á mót­um Breiðholts­braut­ar og Reykja­nes­braut­ar í Reykja­vík.  Stór jeppa­bif­reið keyrði á brú­ar­stólpa og er ökumaður­inn, sem var einn í bíln­um, nokkuð slasaður en ekki er enn vitað hversu al­var­leg meiðslin eru.

Lög­regla hafði veitt mann­in­um eft­ir­för sunn­an frá Hafnar­f­irði þar sem jeppa­bif­reiðin hafði átt hlut í árekstri skömmu áður suður með sjó en stungið af frá vett­vangi. Að sögn lög­reglu sinnti maður­inn ekki stöðvun­ar­merkj­um held­ur reyndi að kom­ast und­an en missti á end­an­um stjórn á bíln­um með þeim af­leiðing­um að hann endaði á brú­ar­stólpa á tals­verðri ferð.

Lög­regla og sjúkra­bíll eru á staðnum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert