Búið er að opna aftur fyrir umferð um Reykjanesbraut, en hún var lokuð í um klukkustund eftir að bíl var ekið á brúarstólpa á mótum Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar um klukkan hálfsjö í kvöld.
Ökumaðurinn er enn í skoðun á slysadeild Landspítalans. Að sögn vakthafandi læknis liggur ekki fyrir hversu alvarleg meiðsli hans eru.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf eftirför vegna tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum um að ökumaður hennar hefði ekið á kyrrstæðan bíl og væri að því er virtist í miklu tilfinningalegu uppnámi. L0gregla segist ekki vita hvað manninum gekk til, en óttast var um öryggi annarra í umferðinni vegna háskalegs háttalags hans og gaf lögregla manninum því merki um að stöðva bílinn. Eftirförin hófst sunnan við Hafnarfjörð, en maðurinn sinnti því engu þótt lögregla elti hann heldur hunsaði merki hennar.
Að sögn lögreglu var þó ekki um ofsaakstur að ræða, en maðurinn ók þó a.m.k. í tvígang utan í lögreglubifreiðar við eftirförina. Að lokum missti hann þó stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn er mikið skemmdur.