Reykjavík með „ódýrustu" borgum í Evrópu

Reykjavík er orðin ein ódýrasta borg í Evrópu.
Reykjavík er orðin ein ódýrasta borg í Evrópu.

Fjár­mála­hrunið á Íslandi og geng­is­fall ís­lensku krón­unn­ar hef­ur haft ýms­ar af­leiðing­ar, meðal ann­ars þær að Reykja­vík telst nú með ódýr­ustu borg­um Vest­ur-Evr­ópu, það er að segja fyr­ir aðra en Íslend­inga.

Breska tíma­ritið Econom­ist ger­ir ár­lega könn­un á því hvað kost­ar fyr­ir aðra en heima­menn að búa í borg­um um all­an heim. Venju­lega verða litl­ar breyt­ing­ar á list­an­um milli ára en í því fjár­má­laum­róti, sem orðið hef­ur síðustu mánuðina með til­heyr­andi geng­is­sveifl­um hef­ur allt snú­ist á haus.

Af 132 borg­um víða um heim, sem Econom­ist tek­ur með í könn­un­ina, er Reykja­vík nú í 67. sæti en var í 5. sæti í fyrra. Aðeins ein borg í Vest­ur-Evr­ópu er ódýr­ari, það er Manchester en vegna geng­is­falls breska punds­ins gagn­vart evru hafa bresk­ar borg­ir lækkað mikið á list­an­um. Lund­ún­ir voru t.d. 8. dýr­asta borg­in í fyrra en hafa nú fallið í það 27.   

Gengi jap­anska jens­ins hef­ur hins veg­ar hald­ist hátt og því eru tvær jap­ansk­ar borg­ir, Tókýó og Ósaka, nú í tveim­ur efstu sæt­un­um á list­an­um yfir dýr­ustu borg­irn­ar.  Ósló, sem í fyrra var dýr­asta borg­in, er nú kom­in niður í 5. sæti á eft­ir Par­ís og Kaup­manna­höfn. 

Ódýr­ustu borg­irn­ar eru flest­ar í Asíu. Sú ódýr­asta er Karachi í Pak­ist­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert