Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur náð tökum á eldi, sem kviknaði á þaki hússins Síðumúla 34 í Reykjavík nú síðdegis. Verið var að leggja tjörupappa á þakið og er talið að eldurinn hafi kviknað af þeim sökum. Ekki er vitað til að neinn hafi slasast.
Meðal starfsemi í húsinu er Íslensk tónverkamiðstöð, ITM, en hún rekur stærsta safn íslenskra tónsmíða á nótum. Óttast er að þar hafi hugsanlega orðið skemmdir á gögnum af völdum ösku og reyks.