Stórhættulegar gassprengingar

00:00
00:00

Litlu mátti muna að fólk slasaðist í eld­in­um við Síðumúla vegna gasspreng­inga á þaki húss­ins þar sem eld­ur­inn kom upp.  Mjög greiðlega gekk að rýma húsið. Marg­vís­leg starf­semi er í hús­inu, meðal ann­ars ís­lensk tón­verka­miðstöð, hár­greiðslu­stofa og skrif­stof­ur og versl­un­in Mótor­sport.  

Þor­vald­ur Geirs­son varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins seg­ir að eld­ur­inn hafi kviknað þegar menn hafi verið að breiða dúk á þakið.  Marg­ir gaskút­ar voru á þak­inu og því mönn­um í ná­grenn­inu mik­il hætta búin. Þegar slökkviliðið kom á staðinn höfðu menn­irn­ir náð að forða sér niður en send­ur var körfu­bíll upp til ör­ygg­is.

Greiðlega gekk að slökkva eld­inn og steypt plata er milli hæða svo tjónið á neðri hæðum er lítið. Fjöldi fólks var í hús­inu en Neyðarlín­an hringdi í alla og þegar slökkvilið kom á staðinn streymdi fólk út úr hús­inu. Efsta hæðin er ónýt en talið er að neðri hæðir hafi að mestu sloppið. Óvíst er þó með vatns­tjón.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert