Kerfishrun sem grípa átti fyrr inn í

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra kynnti skýrslu um áhættumat Íslands ásamt Val …
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra kynnti skýrslu um áhættumat Íslands ásamt Val Ingimundarsyni mbl.is/RAX

Ljóst er að efna­hags­leg­ur veik­leiki, sam­drátt­ur í at­vinnu­lífi, skert lífs­kjör og niður­skurður á ýms­um þjóðfé­lags­sviðum munu hafa mik­il áhrif á ís­lensk ör­ygg­is­mál í ná­inni framtíð.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í áhættumats­skýrslu sem kynnt var á blaðamanna­fundi með Öss­urri Skarp­héðins­syni ut­an­rík­is­ráðherra í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu. Skýrsl­an var unn­in af þverfag­leg­um starfs­hópi sem Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, skipaði í októ­ber árið 2007, und­ir for­mennsku Vals Ingi­mund­ar­son­ar pró­fess­ors í sagn­fræði við Há­skóla Íslands.

Starfs­hóp­ur­inn tel­ur enn­frem­ur að milda hefði mátt áhrif banka­hruns­ins hér á landi ef viðbragðsáætlan­ir hefðu verið virkjaðar fyrr og álags­próf bank­anna verið raun­særri. Um kerf­is­hrun hefði verið að ræða og grípa hefði þurft mun fyrr inn í at­b­urðarás­ina til að af­stýra því.

„Efna­hags­hrunið hef­ur veikt innviði ís­lensks sam­fé­lags og grafið und­an ör­ygg­is þess í víðum skiln­ingi. Það leiddi til víðtæks efna­hags­legs og fé­lags­legs óör­ygg­is og olli tíma­bundið póli­tísk­um óstöðug­leika. Jafn­framt verður erfiðara að fjár­magna ýmis kon­ar starf­semi sem lýt­ur að ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um,“ seg­ir enn­frem­ur í skýrsl­unni, sem Össur og Val­ur kynntu á blaðamanna­fund­in­um.

Í skýrsl­unni er fjallað um alþjóðlega áhættuþætti sem hafa víðtæk sam­fé­lags­áhrif og geta því valdið kerf­is­hruni. Til þeirra telj­ast efna­hag­sógn­ir, far­sótt­ir, nátt­úru­ham­far­ir, hernaður, beit­ing gereyðing­ar­vopna og hryðju­verk. Einnig er sjón­um beint að skipu­lagðri glæp­a­starf­semi og man­sali en þess­ir þætt­ir eru í skýrsl­unni sagðir grafa und­an sam­fé­lags­ör­yggi, ör­yggi ein­stak­linga og rétt­ar­rík­inu. Þá eru tekn­ir fyr­ir þætt­ir sem snerta ör­yggi grunn­virkja og loft- og land­helgi, netör­yggi, ör­yggi orku­kerf­is­ins, borg­ara­legt flu­gör­yggi, sigl­inga­ör­yggi og meng­un­ar­varn­ir, mat­væla- og vatns­ör­yggi, vega­ör­yggi og fjar­skipta­ör­yggi.

Starfs­hóp­ur­inn tel­ur eng­ar vís­bend­ing­ar um að hernaðarógn muni á næstu árum steðja að Íslandi. Bent er á að yf­ir­stand­andi efna­hagskreppa sé sú dýpsta frá krepp­unni miklu á fjórða ára­tug 20. ald­ar. Ekki sé unnt að úti­loka að hún hafi ófyr­ir­séðar póli­tísk­ar og hug­mynda­fræðileg­ar af­leiðing­ar í lík­ingu við hana, ekki síst í ríkj­um þar sem lýðræðis­stofn­an­ir séu veik­ar.

Stofnuð verði neyðaraðgerðastjórn stjórn­valda

Í skýrsl­unni eru lagðar fram nokkr­ar ábend­ing­ar varðandi stefnu­mót­un í ör­ygg­is­mál­um. Talið er að marka þurfi skýra þjóðarör­ygg­is­stefnu sem taki mið af út­víkkaðri skil­grein­ingu ör­ygg­is. Taka þurfi til­lit til hnatt­rænna, sam­fé­lags­legra og hernaðarlegra áhættu­flokka og einnig til samþætt­ing­ar og innri tengsla ör­ygg­isþátta. Lagt er til að komið verði á neyðaraðgerðastjórn stjórn­valda sem hef­ur yf­ir­sýn yfir hvers kon­ar neyðarástand.

Jafn­framt tel­ur starfs­hóp­ur­inn að skil­greina þurfi bet­ur stöðu varn­ar­samn­ings Íslands og Banda­ríkj­anna í ís­lensk­um ör­ygg­is­mál­um í ljósi brott­far­ar Banda­ríkja­hers árið 2006. Einnig þurfi að end­ur­skoða varn­aráætl­un Banda­ríkja­manna fyr­ir Ísland á neyðar­tím­um. Þá seg­ir í skýrsl­unni að end­ur­nýja þurfi umræðu um stöðu Íslands í NATO og fram­lag Íslend­inga til banda­lags­ins.

Valur Ingimundarson, er formaður starfshóps sem vann skýrsluna..
Val­ur Ingi­mund­ar­son, er formaður starfs­hóps sem vann skýrsl­una.. mbl.is/Þ​orkell
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert