Bjóða almenningi aðstöðu að Hlíðarenda

Svokallað Virknisetur verður opnað á Hlíðarenda, svæði Vals, á mánudag þar sem almenningi verður boðið að nýta aðstöðuna á Hlíðarenda og í nágrenni hans sér til heilsubótar og að kostnaðarlausu. Virknisetrið á sér m.a. fyrirmynd í  verkefninu „Hreyfingu og útivist”, sem  Jónatan Magnússon hefur stýrt á Akureyri.  

Boðið verður upp á aðgang að líkamsrækt frá kl. 9 fyrir hádegi með áherslu á hlaup, göngu og lyftingar, undir handleiðslu leiðbeinanda. Eftir hádegi verður boðið upp á stöðvaþjálfun og körfubolta/fótbolta í íþróttasal, auk þess sem fyrirlestrar um hin ýmsu málefni verða kl. 12 á þriðjudögum og fimmtudögum.

Sjá nánar á vef Vals

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert