Borgarafundur í Iðnó í kvöld

Borgarafundirnir hafa verið vel sóttir.
Borgarafundirnir hafa verið vel sóttir. mbl.is/Golli

Í kvöld fer fram borgarafundur í Iðnó undir yfirskriftinni „500 milljarðar til eigenda - glæpur eða vinargreiði“. Frummælendur eru þingmennirnir Atli Gíslason og Bjarni Benediktsson og Björn Þorri Viktorsson hæstaréttarlögmaður.

Í pallborði verða Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur og Jóhann G. Ásgrímsson viðskipafræðingur.

Auk þeirra hefur ráðherrum viðskipta- og dómsmála verið boðið í pallborð.
Öllum þingmönnum hefur einnig verið sérstaklega boðið, að því er segir í tilkynningu.

Fundurinn hefst kl. 20 og stendur til kl. 22.

Nánari upplýsingar er að finna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert