Góð stemning á borgarafundi í kvöld

Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon.
Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon. mbl.is/Ómar

Fullur salur og góð stemning er nú á borgarafundi í Iðnó sem hófst kl. 20 í kvöld. Fundarefnið er „500 milljarðar til eigenda - glæpur eða vinargreiði.“

Öllum þingmönnum var sérstaklega boðið á fundinn en frummælendur voru Atli Gíslason þingmaður, Bjarni Benediktsson þingmaður og Björn Þorri Viktorsson hæstaréttarlögmaður.

Auk þeirra mættu í pallborðið þeir Haraldur L. Haraldsson hagfræððingur og Jóhann G. Ásgrímsson viðskiptafræðingur, auk þess sem nýju ráðherrarnir tveir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra þáðu sérstakt boð um að setjast í pallborðið.

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert