Umhverfisráðuneytið greiddi 17,3 milljónir króna fyrir aðkeypta verktakavinnu á tímabilinu frá maí 2007 fram til 1. febrúar á þessu ári, samkvæmt yfirliti, sem ráðuneytið hefur sent til fjölmiðla.
Meðal annars greiddi ráðuneytið tæpar 4,6 milljónir króna til ráðningarþjónustufyrirtækja vegna ráðninga tveggja forstjóra Umhverfisstofnunar, forstjóra Veðurstofu Íslands og starfsmanna í ráðuneytinu.