Sambönd við saksóknara í öðrum löndum

Eva Joly.
Eva Joly. mbl.is/Ómar

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir að Eva Joly, nýráðinn ráðgjafi vegna rannsókna á efnahagsbrotum í tengslum við bankahrunið, muni m.a. koma þeim sem með rannsóknina fara í sambönd við saksóknara erlendis. Rannsóknin komi til með að verða alþjóðleg.

„Eva hefur bent á að  rannsóknin komi til með að verða alþjóðleg og hún býr yfir miklum samböndum og reynslu á þeim vettvangi. Myndi hún geta nýst og  bent þeim yfirvöldum sem með rannsóknina fara bæði á þær leiðir sem unnt er að fara og einnig að koma með sambönd við saksóknara og aðra sem eru í hennar tengslaneti," sagði Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra á Alþingi í kvöld um hlutverk Evu Joly og ráðgjöf hennar við rannsóknir í tengslum við bankahrunið.

Ragna mælti fyrir frumvarpi sem eykur heimildir sérstaks saksóknara. Vék hún m.a. að þeim ummælum Evu Joly að fjölga þurfi starfsmönnum sérstaks saksóknara.

„Ég bendi á í því sambandi, að töluverður fjöldi fólks vinnur þegar að rannsókninni, [en] á ýmsum stöðum. Ég get vel ímyndað mér að það sé hægt að koma því þannig fyrir að safna einhverju af þessu starfsfólki saman á einn stað og þannig stuðla að fjölmennri rannsókn, sem tekur á öllum þáttum málsins," sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert