Hreinki orðinn andlit Austurlands

Hreinki sem héðan af verður tákn ferðalaga um Austurland er …
Hreinki sem héðan af verður tákn ferðalaga um Austurland er teiknaður af Halldóri Baldurssyni

Hreindýrið hefur nú verið valið sem formlegt tákn Austurlands og merki fyrir ferðaþjónustu í landshlutanum. Merkið er að sjálfsögðu ekki gripið úr lausu lofti því hreindýrin tilheyra Austurlandi og hafa skapað því ákveðna sérstöðu í ferðaþjónustu að því er segir í tilkynningu frá Markaðsstofu Austurlands.

Vaxandi áhugi hefur verið meðal ferðamanna að kynna sér lifnaðarhætti hreindýra og stendur því til að bjóða upp á margskonar þjónustu tengdu hreindýrinu og „nýtingu þess frá móa í maga,“ að því er segir í tilkynningunni. Samhliða nýja merkinu hefur slagorðið „Austurland - í alvöru“ verið tekið í notkun í ferðaþjónustu á Austurlandi. Hugmyndin mun vera sótt til ferðamanns sem sneri sér í forundran að leiðsögumanninum sínum við Hengifoss á Austfjarðahálendinu og spurði „er þetta í alvöru?“ Kjörorðið á þannig að vísa í að á Austurlandi sé allt í alvöru og ekkert gervi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert