Kristinn kosinn formaður VR

Kristinn Örn Jóhannesson
Kristinn Örn Jóhannesson

Krist­inn Örn  Jó­hann­es­son var í dag kos­inn nýr formaður VR. Ra­f­rænni alls­herj­ar­at­kvæðagreiðslu meðal fé­lags­manna VR um fram­boð til for­manns, stjórn­ar­manna í ein­stak­lings­kjöri og lista til stjórn­ar og trúnaðarráðs lauk á há­degi í dag.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Hall­dórs Grön­vold, for­manns kjör­stjórn­ar, hlaut Krist­inn 2.651 at­kvæði eða 41,9%, Lúðvík Lúðvíks­son hlaut 1.904 at­kvæði eða 30% og Gunn­ar Páll Páls­son hlaut 1.774 at­kvæði eða 28%. Auðir og ógild­ir seðlar voru 409.

Auk þess sem kosið var á milli fram­bjóðend­anna þriggja til for­manns VR, var kosið á milli sjö fram­bjóðenda í ein­stak­lings­kjöri til þriggja stjórn­ar­sæta og tveggja lista með fjór­um fram­bjóðend­um til stjórn­ar og 82 ein­stak­ling­um til trúnaðarráðs.

Ann­ars veg­ar er um að ræða A-lista trúnaðarráðs og trúnaðarmanna VR og hins veg­ar L-lista lýðræðis fyr­ir VR.

Alls voru 25.095 fé­lags­menn VR á kjör­skrá.

Niðurstaða kosn­ing­anna í heild

Merki VR.
Merki VR.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert