Leikskólar leita allra sparnaðarleiða

mbl.is// Ómar

Betri nýting á pappír og aukin hagsýni í matarinnkaupum er meðal þeirra sparnaðarliða sem flestir leikskólar horfa til í starfi sínu. Ólíklegt sé að farið verði út í dýr tækjakaup á næstunni og eins hafi fimmta starfsdeginum verið bætt við í stað þess að greiða sérstaklega fyrir starfsmannafundi.

Hjá Kópavogsbæ hafa menn farið út í samhæfðar sparnaðaraðgerðir, en í Reykjavík liggur enn ekki fyrir hve miklum sparnaði borgaryfirvöld gera ráð fyrir í leikskólastarfi þetta árið. Leikskólastjórnendur eru þó þegar farnir að leita allra leiða til að draga úr kostnaði.

Daglegur rekstur er nú í skoðun á leikskólanum Laufskálum í Grafarvogi, m.a. hvað varðar nýtingu á pappír og öðrum efnivið. Sömu sögu er að segja á Austurborg. „Það má segja að það felist viss umhverfisvernd í sparnaðinum,“ segir Hrafnhildur Konný Hákonardóttir, leikskólastjóri á Austurborg. „Við reynum að vera vakandi og nýta það sem til er.“ Tölvutæknin sé t.d. nýtt í auknum mæli til að koma upplýsingum til foreldra í stað þess að setja miða í hólf barnanna. Pappír sé þá jafnvel nýttur báðum megin sé þess kostur og pappírsgjafir fyrirtækja hafi komið sér vel.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert