Miðborgin fær andlitslyftingu

00:00
00:00

Borg­ar­stjór­inn í Reykja­vík ætl­ar ekki að láta miðborg­ina breyt­ast í drauga­hverfi þrátt fyr­ir kreppu og sam­drátt. Borg­ar­yf­ir­völd ætla að halda sínu striki í að gera upp göm­ul hús sem þau hafa keypt í því skyni. Sér­stakt átak verður gert til að fegra miðborg­ina og auðir versl­un­ar­glugg­ar verða nýtt­ir fyr­ir hönn­un og list.

Hús­in sem Reykja­vík­ur­borg keypti fyr­ir hálf­an millj­arð til að gera upp í upp­runa­legri mynd til að laða fram nítj­ándu ald­ar götu­mynd Lauga­veg­ar verða gerð upp á næst­unni en ætl­un­in er síðan að selja þau þegar bet­ur árar.

Þá verður einnig haf­ist handa við að end­ur­byggja hús­in sem brunnu  á horni Lækj­ar­götu og Aust­ur­stræti  lítið nýti­legt stóð eft­ir af þeim, raun­ar ein­ung­is ar­in­inn af öðru þeirra. 560 millj­ón­um á að verja til verks­ins en forn­leifa­rann­sókn­ir hafa tafið fyr­ir að und­an­förnu. Ákveðið hef­ur verið nú að gera hús­in upp ann­ars staðar en flutt á reit­inn þegar þau eru til­bú­in í fe­brú­ar á næsta ári.

Auðir versl­un­ar­gluggg­ar við Lauga­veg­inn, þar sem marg­ir versl­un­ar­menn hafa gef­ist upp að und­an­förnu vegna efna­hags­ástands­ins, fara í fegr­un­araðgerð á næst­unni. Hönn­un­ar­miðstöð Íslands vill nýta glugg­ana fyr­ir list og hönn­un. Þá ætla borg­ar­yf­ir­völd að ráðast í sér­stakt átak til að fegra úti­vist­ar­svæði í miðborg­inni.  Sjá MBL sjón­varp.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert