Mikil mildi var að engin slys skyldu verða á fólki í dag þegar ökumaður á suðurleið eftir Reykjanesbraut í Hafnarfirði missti stjórn á bílnum sínum þar sem hann beygði inn í hringtorg.
Stjórnlaus bíllinn fór þvert yfir hringtorgið, yfir akreinina hinum megin og endaði á bílaplani bensínstöðvari N1 í Hafnarfirði. Bíllinn er svo gott sem ónýtur eftir óhappið auk þess sem nokkur skilti við bensínstöðina voru ekin niður.
Ökumaðurinn slapp sjálfur ómeiddur að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.